top of page

1. Inngangur og yfirlit yfir námskeiðin Sterkir sjúklingar standa vörð um góða heilbrigðisþjónustu

  • 180 Days
  • 5 Steps

About

This course is in Icelandic with English subtitles. Learn strategies and techniques to get the best healthcare available, don't rely on luck. Learn about your medical record - the safety device in healtcare. Námskeiðið er á íslensku, myndbönd eru textuð á íslensku og ensku. Lærðu aðferðir og tækni til að fá bestu heilbrigðisþjónustu sem völ er á, ekki stóla á heppni. Lærðu um sjúkraskrána þína - öryggistækið. Þetta er yfirlit yfir öll námskeiðin á vefsíðunni. Skilningur þinn og þátttaka í heilbrigðisþjónustunni er lykill að gæðum hennar og öryggi. Styrkur þinn í veikindum liggur í að vita hvernig það er gert.  Námskeiðið er í 6 hlutum, 29 stuttum myndbönd, flest 1-10 mínútum, samtals um 3 klst. Talsvert viðbótarefni fylgir sem þátttakendur kynna sér að vild.  Hér lærir þú einfaldar aðferðir og tækni til þess að leysa úr læðing þinn áhrifamátt. Að lesa sjúkraskrána er eitt af því. Þú lærir að skilja af hverju hún er öryggistækið og af hverju þú ættir að lesa hana. Það er einmitt hluti af öllum leiðbeiningum um öryggi sjúklinga.  Getur þú treyst því að staðan í heilbrigðiskerfinu breytist áður en þú eða þínir veikjast? Minnkar álagið einhvern tíma, fjölgar starfsmönnum og fá þeir betra vinnuumhverfi? Ef svo væri mundi það tryggja öryggi þitt?  Starfsmönnum, stjórnendum og embættismönnum er ekki treystandi til að tryggja öryggi okkar þótt þau séu öll að vilja gerð. Við getum ekki breytt öðrum en við getum hins vegar treyst á okkur sjálf og lært að hafa áhrif. Ekki bíða með þessa mikilvægu ákvörðun. Ef þú frestar því þá er líklegt að veikindi muni koma í veg fyrir að þú hafir orku í að leita uppi þessar upplýsingar á ögurstundu.  Jóel sonur minn var eins árs þegar hann lést eftir mistök á bráðamóttöku barna. Ég sjálf varð fyrir mistökum á sjúkrahúsi og fleiri í minni kjarna fjölskyldu hafa háð mikla ósanngjarna baráttu vegna svona mistaka. Og ég þekki of marga í þessum sporum. Ég vil ekki að þetta hendi þig eða fjölskyldu þína. Skráðu þig núna.

You can also join this program via the mobile app. Go to the app

Price

Free

Share

bottom of page