top of page
Program is over

FRÍTT - Rétt sjúkdómsgreining á réttum tíma!

Sep 17, 2024 - Sep 24, 2024

  • 8 Days
  • 7 Steps

About

Gerðu það rétt, hafðu það öruggt! The videos have English subtitles. „Get it right, make it safe“ er slagorð WHO fyrir 17. september 2024. Alþjóðlegur dagur um öryggi sjúklinga er nú haldinn í 6. sinn. Í ár er þemað tengt greiningarvillum. Tilgangurinn er að bæta greiningu sjúkdóma og auka þannig öryggi sjúklinga. Lokað verður fyrir ókeypis aðgang 24. september kl. 22. Ég segi alltaf að góð og örugg heilbrigðisþjónusta verður til í samvinnu milli sjúklinga og starfsmanna þegar þjónustan er veitt en ekki inni á skrifstofum stjórnenda eða embættismanna. Við verðum að læra að taka þátt. Þegar við leitum eftir greiningu á heilsufarsvanda er það lykillinn að því að fá aðgang að umönnun og meðferð sem við þörfnumst. Greiningarvilla er vanræksla á að koma á réttri og tímanlegri skýringu á heilsufarsvandamáli sjúklings, sem getur falið í sér seinkað, rangt eða gleymda sjúkdómsgreiningu, eða bilun á að koma þeirri skýringu á framfæri við sjúklinginn.(skilgreining WHO[1] ) Þetta örnámskeið er eitt af mörgum námskeiðum á vefsíðu minni www.audbjorg.com sem fjalla um hvernig við vörumst hætturnar í heilbrigðiskerfinu. Flokka má atvik í þrjá flokka (einföld flokkun): 1. Mistök í greiningu sjúkdóma 2. Mistök í meðferð sjúkdóma 3. Mistök í eftirfylgd eftir meðferð sjúkdóma Ef við þekkjum hvernig og hvar hætturnar eru getum við lagt okkar af mörkum til að koma í veg fyrir atvik og þar með auka öryggi þjónustunnar. Fleiri námskeið eru á leiðinni um ofnagreinda flokka atvika. Á þessu örnámskeiði getur þú lært um hvernig varast á rangar greiningar og hvernig þú getur tekið þátt í að gera heilbrigðisþjónustuna betri fyrir þig og þína nánustu. Efnið er alfarið unnið af Auðbjörgu Reynisdóttur hjúkrunarfræðingi. Námskeið þetta byggist á reynslu fólks en dæmin eru ekki endilega trygging fyrir árangri. Niðurstöður þínar geta verið mismunandi allt eftir menntun og gildum þínum.

You can also join this program via the mobile app. Go to the app

Instructors

Price

Free

Share

bottom of page