top of page

Án ástæðulauss dráttar!

Updated: Apr 15, 2021

Í samráðsgátt stjórnvalda við almenning liggur til umsagnar⁠ tillaga að breytingum á lögum um landlækni og lýðheilsu og lögum um réttindi sjúklinga.

Breytingarnar snúast að mestu um 12. grein laga nr. 41/2007 er varðar kvartanir til landlæknis vegna heilbrigðisþjónustu. Stærsta breytingin er sú að látnir einstaklingar sem hafa ekki haft tök á að kvarta geta falið aðstandendum að gera það án umboðs. Þessu var reyndar breytt í verklagi landlæknis í nóvember 2020. Lögmenn, stjórnendur og embættismenn heilbrigðiskerfisins hafa tilhneigingu til að túlka lögin svo þröngt að nánast enginn geti kvartað. Ef það viðhorf á að ríkja áfram eru allar gæðadeildir heilbrigðisþjónustunnar og þar með gæða- og eftirlitssvið landlæknis óþarfar enda enginn sem kemst að þar með kvörtun eða athugasemdir við heilbrigðisþjónustu. Í greinargerð með frumvarpinu er dregin fram hár kostnaður við rannsókn kvartana sem Embættiskerfið þarf að bera.

Almennt í atvinnulífinu er tekið fagnandi á móti kvörtunum og kostnaður vegna þess er ávalt fyrirtækja en ekki eftirlitsstofnana. Í tillögu þessari er gerð tilraun til að færa stóran hluta kvartana til heilbrigðisstofnana, fækka og hraða málsmeðferð í þeim málum sem koma á borð landlæknis og þar með lækka þann kostnað.

Það sem ég mun meðal annars gera athugasemdir við í frumvarpinu er setningin: „Kvörtun skal borin fram við landlækni án ástæðulauss dráttar.“ Engin skýring er í greinagerð með frumvarpinu hvað telst ástæðulaus dráttur eða öllu heldur hvaða aðstæður gefa tilefni til að rannsaka mál að fimm árum liðnum. Nú langar mig að telja upp nokkrar ástæður sem urðu til þess að ég var lengi ófær um að kvarta eftir að sonur minn lést í kjölfar mistaka. Eftir samskipti mín við embættið til fjölda ára grunar mig að allt af þessu teljist ástæðulaus dráttur.

  • Ég var áhorfandi þegar værukærir starfsmenn á bráðamóttöku barna urðu syni mínum að bana. Biðst afsökunar á orðalaginu en ég er enn að reyna að draga úr áfallinu þegar ég gat ekkert gert til að bjarga syni mínum.

  • Maður er ekki beint að hugsa um kæru til landlæknis eftir svona áfall. Það er nógu erfitt að draga andann hafi maður hefur ennþá einhverja lífslöngun.

  • Eftir útför og tilraunir til að ná jafnvægi í lífinu hrundi hjónabandið. Annað áfall og þekkt afleiðing eftir barnsmissi.

  • Loksins þegar orkan fór að koma til baka dugði hún rétt til þess að halda lífi, rækta samskiptin við fjölskylduna og halda fjárhagnum fyrir ofan núllið.

  • Alvarlegur heilsubrestur minn í kjölfar langvarandi álags.

  • Engin stuðningur var veittur af hálfu spítalanum né leiðbeiningar veittar um hvað ég ætti að gera. Ég bjó ekki yfir þessari þekkingu né hafði hugmyndaflug eða orku aflögu til að afla hennar, hvað þá að skrifa bréf til landlæknis. Engu að síður vissu stjórnendur af mistökunum en gerðu ekkert.

Þetta er nokkuð sem margir glíma við eftir alvarleg atvik. Eina leiðin til að fá kvartanir fljótt og örugglega er að koma upp umboðsmanni sem tekur boltann strax og getur þá skilað inn kæru án ástæðulauss dráttar. Þetta ætti auðvitað að vera sjúklingum að kostnaðarlausu eins og á hinum Norðurlöndunum. Það hefur alveg gleymst að taka þetta fram í greinargerðinni með frumvarpinu. Bæta þarf þessu inn í frumvarpið og gera fólki kleift að jafna sig á alvarlegu áfalli án þess að kerfið glati tækifærinu á tryggja öryggi sjúklinga eins og kostur er.

Ef þú ert sammála mér eða hefur aðra skoðun sendu endilega inn athugasemd við þetta frumvarp fyrir 20. janúar.

Í viðtali við Ölmu Möller landlækni í Vikunni 25. mars 2021 kemur fram að frumvarp þetta hafi ekki fengið afgreiðslu.

316 views1 comment

1 Comment


Commenting has been turned off.

Facebookfærsla:


Barniđ þitt gæti dàldiđ à morgun!


Vangà, fordòmar, òheppileg mistök læknis, kannski.


Værir þù sterk(ur) og rökvìs, til ì tuskiđ, opinberar kvartanir og òtìmabundin samskipti um hrylling, skelfingu og sorg viđ opinber bàkn; (andlitslausar) stofnanir og embætti ?


Yrđi tekiđ fullt mark à skjàlfandi, örvingluđu, gersamlega niđurbrotnu foreldri ì àfalli og sorgarferli (sem er eđlilegt ađ feli ì sėr leit ađ sökudòlgi, sjàlfum sèr og öđrum, lìka þò samskipti hafi veriđ eđlileg viđ hinn làtna, allir "gert sitt besta" og unniđ hafi verit s.k.v. siđareglum og bestu međferđarùrræđum)?


Myndi viđkomandi foreldri koma heilt ùt ùr slìkt ferli? Yfir höfuđ lifandi?


Er ekki hægt ađ tìmasetja hvenær þù getur "rifiđ þig upp af rassgatinu" ?


Hėr biđlar hugrökk mòđir til…


Like
bottom of page