top of page

Í dag hefði hann orðið 22ja ára

Í dag hefði Jóel orðið 22 ára og enn er tómleikinn og sár söknuður til staðar sem ég veit að hverfur aldrei. Ég get aðeins látið mig dreyma um allt það sem hann væri að gera með okkur núna. En gaman væri það og gott að ylja sér við myndir minninganna líka.

Í dag fá stjórnendur allra heilbrigðisstofnana smá kynningu á bókinni hans og auðvitað vona ég að hún nái athygli eins og hún náði athygli til landlæknis. Ég hef gert allt sem í mínu valdi stendur til að færa lærdóminn áfram og hjálpar mér á þessum degi sem öðrum. Sagan hans lifir áfram og er ljós fyrir heilbrigðisstarfsmenn sem og almenning eða þar sem hún fær að lýsa.

Upplifun mín er að nú hef ég ný tækifæri til að skapa eins og málari með auðan striga fyrir framan sig. Ég er að byrja að sjá fyrir mér það sem ég ætla mér að setja á strigann.

Carpe diem = Grýptu daginn

Ekki bíða til jóla með að faðma fólkið þitt.

292 views0 comments

Comments


bottom of page