top of page

Afmælisdagur Jóels

Writer's picture: Auðbjörg ReynidóttirAuðbjörg Reynidóttir

Það er stórt að eiga 25 ára afmæli og það er dagurinn hans Jóels í dag 8. desember. Þótt hann sé ekki hér með mér þá held ég ávalt upp á afmælið með einhverjum hætti og fæ sem betur fer nokkrar hamingjuóskir. Í dag er það njóta jóla máltíðar með góðu fólki eftir kirkju.


Það sagði mér sérfræðingur í sálgæslu að það að missa barn af manna völdum væri flókið og mjög erfitt verkefni. Hér er ég enn og hef skrifað bók um líf hans og dauða. Áhrif hennar veit ég lítið um og e.t.v. fæ ég aldrei að sjá það. Það er í lagi því ég hef gert allt sem í mínu valdi stendur til að koma í veg fyrir að fleiri þurfi að ganga í gegnum þetta.


Á þessu ári hafa nokkrir foreldrar misst ung börn sín á Íslandi af völdum ofbeldis og slysa. Hávært ákall þeirra er að samfélagið og stjórnvöld geri allt sem hægt er til að það endurtaki sig. Minningarsjóðir hafa verið stofnaðir til að tryggja verkefninu framgang en vanmátturinn er sár því við getum ekki látið aðra læra. Við getum bara lært sjálf og haldið áfram að heiðra minningu þeirra. Það geri ég enn í þakklæti fyrir að hafa eignast Jóel.

Svona voru jólin okkárar ið 2000. Svo fæ ég að njóta jólanna með Sindra og fjölskyldu hans. Lífið er núna og hvert og eitt okkar er óendanlega dýrmætt.


Recent Posts

See All

Comments


bottom of page