top of page
Writer's pictureAuðbjörg Reynidóttir

Afmælisgjöfin mín fyrir 20 árum

Updated: Jan 21, 2020

Það er ljúft að minnast dagsins 21. janúar árið 2000. Afmælisgjöfin mín þennan dag var að fá Jóel minn heim í fyrsta sinn.

Við undirbjuggum brottför af vökudeildinni. Sex vikna dvöl hans þar var loks á enda.


Stóri bróðir, Sindri Gautur kom með gamla bílstólinn sinn svo Jóel yrði öruggur við hlið hans á leiðinni heim.




Síðustu sex vikur á undan höfðu verið hlaðnar tilfinningasveiflum. Jóel fæddist átta vikum fyrir tímann. Hann var tekinn með keisaraskurði því fæðingargalli hafði komið í ljós á meðgöngunni sem var farinn að setja hann í hættu ef ekki yrði gripið inn í meðgönguna. Planið var að setja ventil í höfuðið þar sem vatnshöfuð hafði greinst á meðgöngunni. Fæðingin var ákveðin á mánudegi 6. desember og undirbúningur hafinn fyrir aðgerð á miðvikudeginum 8. desember. Þetta gerðist allt í skugga þess að faðir minn lést þremur dögum áður eftir slys á Kanaríeyjum.

Eftir fæðinguna var Jóel í lífshættu fyrstu klukkustundirnar en á áttunda degi var ventillinn settur í og á þessum sex vikum stíflaðist ventillinn tvívegis sem setti hann í lífshættu á ný. Nákvæmt eftirlit skipti þar sköpum. Lífi okkar með Jóel og óvænt andlát hans er tilefni þessarar vefsíðu og bókarinnar “Stærri en banvæn mistök”.

Jóel tengdur lífsnauðsynlegum tækjum á vökudeild fyrstu daga lífsins.








688 views0 comments

Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page