top of page

Bókin 2021

Updated: Feb 20, 2023

Megin ástæðan fyrir því að mér tókst að klára þetta verk á árinu 2020 var stuðningur sem ég óskaði eftir á Karolina Fund og fékk en um 90 manns keyptu eintak fyrirfram í trausti þess að ég mundi klára þetta. Aðrir studdu mig án þess að vilja nokkuð í staðin. Kjarninn fjallaði um verkefnið 26. janúar 2020. Án þessa hefði ég þurft nokkur ár í viðbót. Nú er bókin orðin að veruleika þótt hún beri annan titil en þann sem ég vann með í skrifunum og útlit kápunnar er einnig annað en ég vann með. Fyrir þetta er ég afar þakklát og sendi öllum sem að þessu komu með mér leynt og ljóst mínar bestu þakkir og óskir um gleðilegt nýtt ár. Nú bíð ég spennt eftir frekari umfjöllun og umræðum á nýja árinu 2021.


Bókin er gefin út af Sæmundi útgáfu á Selfossi og fæst í bókakaffinu bæði þar og í Reykjavík. Einnig er hægt að panta bókina hjá Pennanum Eymundsson.

Fæst nú í öllum helstu bókaverslunum og hjá vefverslun Eymundsson.bottom of page