top of page

Eitthvað nýtt að gerast fyrsta september?

Nú nálgast fyrsti september en þá taka gildi ný lög⁠ um refsileysi heilbrigðisstarfsmanna (samþykkt á Alþingi 16.12. 2023). Ert þú búin að kynna þér það? Ef svo er ekki mæli ég með að þú gefir þér nokkra daga til að setja þig inn í réttindi sjúklinga og stöðuna í þeim málum.


Með þessum lögum má segja að réttur sjúklinga verði skertur en við verðum að standa vaktina. Enginn en við sjálf getum haft eftirliti með þjónustunni, það þarf að gera þegar þjónustan er veitt. Þar verður góð og örugg þjónusta til og sjúklingurinn tekjur þátt í því. Hún verður ekki til inni á fundarherbergjum stjórnenda og embættismanna.


Í lögunum þessum er skýrari skilda lögð á starfsmenn að leiðbeina sjúklingum sem telja sig hafa orðið fyrir atvikum. Starfsmönnum er skylt að tilkynna alvarleg atvik og því bera þeir alfarið ábyrgð á að læra af mistökum. Það er ekki verkefni sjúklinga að láta starfmenn læra.  Starfsmenn þurfa að sækjast eftir því af fullum áhuga.


Gera má ráð fyrir að LSH hafi ráðið talskonu sjúklinga í tenglum við þessi lög. Aðgengi að henni er ekki augljóst en skv. fyrirspurn minni er netfang hennar talskona@landspitali.is Í viðtali segir talskonan eiga sér leiðarljós sem ég vona að allir starfsmenn taki til fyrirmyndar í samskiptum við sjúklinga og aðstandendur:


Í 6. grein segir um alvarleg atvik sem tilkynnt eru til Embætti landlæknis:

Landlæknir ákveður hvort kvörtun sem berst gefi nægar ástæður til rannsóknar og hvort líklegt sé að niðurstöður rannsóknar geti leitt til aukinna gæða og aukins öryggis heilbrigðisþjónustu. Um þetta hafa sjúklingar og starfsmenn ekkert að segja.


Í 8. grein nýju laganna er ákvæði til bráðabyrgða sem segir um skipun nýs starfshóp:

Starfshópurinn skal skipaður fulltrúum notenda heilbrigðisþjónustu, veitendum heilbrigðisþjónustu og heilbrigðisstétta auk fulltrúa annarra aðila eftir því sem þurfa þykir.

Hópur þessi á að greina og koma með tillögur að fyrirkomulagi við rannsókn alvarlegra atvika fyrir lok apríl 2025. Samkvæmt upplýsingum er þessi starfshópur eingöngu skipaður fagfólki án fulltrúa notenda.


Hvað kemur nýtt út úr því?

Sami grauturinn í sömu skál.





Opmerkingen


Opmerkingen zijn uitgezet.
bottom of page