Þótt þú hafir ekki lesið bókina um Jóel þá hefur þú tækifæri til að nýta kjarna hennar með því að þiggja frítt námskeið. Hlusta - horfa í rúma eina klukkustund (sex stutt myndbönd 3 - 15 mín hvert) og læra hvernig þú getur varið þig og þitt dýrmæta fólk gegn mistökum í
heilbrigðisþjónustu. Ég legg mig fram um að koma í veg fyrir að það sem varð Jóel að aldurtila hendi aðra. Get ekki hugsað mér að fleiri fjölskyldur þurfi að fara í gegnum það helvíti.
Sögurnar hlaðast upp í fjölmiðlum og alveg sama hve oft við kvörtum þá virðist lítið breytast. Nú fyrir skömmu steig ríkistjórnin fram með „Gríðarlega stór tíðindi“ eins og forstjóri LSH orðaði það í viðtali á MBL. Er það nóg til að róa okkur? Er það ekki frábært og getum við þá ekki bara treyst því að allt fari vel þegar þú veikist? Ég vildi óska að það væri hægt að lofa því með þessum 210 miljörðum.
Besta vörnin er að þú vitir hvernig hægt er að verjast mistökunum. Vitir hvað þú getur gert NÚNA til að fá fullkomnustu þjónustu sem völ er á. Líka þínir nánustu, þitt dýrmætasta í lífinu. Ekki bíða eftir betra tækifæri.
Flestir veikjast einhvern tíman á ævinni og þurfa hjálp heilbrigðisþjónustunnar. Ekki bíða! Þegar maður veikist hefur maður litla / enga orku til að læra eða leita upplýsinga. Þá er eftirsjáin sár því maður hefði getað vitað betur.
En ef maður veit hlutina þegar þeir gerast er hægt að gæta þess á einfaldan hátt að maður fái góða og örugga þjónustu. Gefðu þér þennan tíma NÚNA með því að smella á Mastermind námskeiðið. Þú átt ekki eftir að sjá eftir því.
Sendu þetta svo áfram á þrjá vini.
Auðbjörg Reynisdóttir
Comments