Góð og örugg heilbrigðisþjónustna krefst þátttöku þinnar vegna þess að hún verður til í samstarfi sjúklinga og starfsmanna þegar þjónustan er veitt. Hún verður ekki til inni á
fundarherbergjum stjórnenda og embættismanna. Því síður í skúffum þeirra en þar liggja nú margar skýrslur og erindi sem aldrei verður svarað.
Í dag 17. september 2024 er alþjóðlegur dagur um öryggi sjúklinga, haldinn í 6. sinn og þema dagsins er samkvæmt WHO
Get it right, make it safe.
Tilgangur dagsins nú er að auka öryggi í sjúkdómsgreiningum, fækka greiningarvillum (mistökum í greiningum).
Hvernig getum við varast mistök þegar við leitum skýringa á heilsufarsvanda? Geta sjúklingar og aðstandendur eitthvað gert til að minnka líkurnar á röngum eða seinkomnum greiningum?
Við verðum að standa vörð um góða heilbrigðisþjónustu fyrir okkur sjálf og þegar við aðstoðum okkar nánustu í veikindum. Öll tækifæri þarf að nýta til að gera kerfið betra. Starfsmenn eru kerfið og við mætum þeim í vinsemd og virðingu án þess að gefa þeim vald yfir lífi og heilsu okkar. Álag og undirmönnun er ekki verkefni sjúklinga og á ekki að nota sem afsökun fyrir lélegri þjónustu. Við vitum betur. Lærðu að taka þátt í þessu samstarfi.
Ég mæli sérstaklega með að þú skoðir eftirfarandi í tilefni dagsins:
Ókeypis námskeið um hvernig við vörumst rangar sjúkdómsgreiningar. Námskeiðið er ætlað skjúklingum og aðstandendum en verður einungis opið í eina viku, til 24. september kl. 22. Fjallað er þar um hvernig sjúkdómsgreiningar eru notaðar, greiningarviðmið, undirbúningur viðtals við lækni og gildi þess að lesa sjúkraskrána sína. Alls 20 mínútu. Þú skráir þig inn og horfir þegar þér hentar næstu vikuna.
Embætti landlæknis hefur boðað til málþings í dag sjá dagskrá og streymi
Helsetilsynet í Noregi verður með áhugavert málþing um hvernig við getum nýtt gervigreindina til að auka öryggi í sjúkdómsgreiningum.
Comments