top of page

Heimilið fylltist af hjálpartækjum

Updated: Feb 16, 2023

Heimili Bergþóru og Eggerts fylltist óvænt af hjálpartækjum eftir fæðingu þriðja barnsins. Sjaldnast passar svona búnaður inn á venjuleg heimili en lausnin er þá að skipta yfir í húsnæði sem hentar betur. Í flestra augum telst þetta óvenjulegt eftir fæðingu en hvaða viðhorf ætli starfsmenn og stjórnendur stofnunarinnar sem annaðist eftirlit á meðgöngunni og fæðinguna hafi til þess sem gerðist?

Verðandi móðirin þekkti eðlilega meðgöngu og byrjaði snemma að lýsa áhyggjum sínum á þessari meðgöngu, sem tekið var fálega af sérfræðingunum. Hún ítrekaði óskir um inngrip fyrir fulla meðgöngu en ekkert gerðist. Það kom svo öllum í opna skjöldu að barnið fæddist 24 merkur, sem telst afar sjaldgæft á Íslandi. Móðirin hlaut margbrotin og varanlegan skaða þótt ósvikin gleðin yfir fæðingu barsins eigi hugann allan. Útskrift af fæðingardeildinni tafðist um marga daga þar sem útvega þurfti fjölda hjálpartækja fyrir Bergþóru til að gera fjölskyldunni kleift að lifa sjálfstæðu lífi. Í ofanálag vaknaði grunur um að barnið væri með heilkenni sem mundi færa fjölskyldunni enn stærri vanda og flókið líf. Allt í einu tveir fatlaðir einstaklingar á heimilinu. Þetta krefst útsjónarsemi og samheldni sem ekki allir eiga til á lager. Markmiðið er að að venda fjölskylduna og skapa góða framtíð þrátt fyrir þessa umbyltingu. Foreldrarnir standa nú í málaferlum vegna sterkra vísbendinga um vanrækslu og mistök í og fyrir fæðingu Eydísar litlu árið 2016. Þau gáfu mér heimild til að gefa smá innsýn inn í málið en við fáum að heyra alla söguna innan tíðar. Ég vona svo sannarlega að heilbrigðisstarfsmenn og stjórnendur búi yfir nægri auðmýkt til að læra og nýta reynslu þeirra til góðs.

Bergþóra er hjúkrunarfræðingur eins og ég og báðar sjáum við tækifæri fyrir kerfið til að læra og báðar sorgmæddar yfir því hve skammt öryggismenningin er komin. Eins og staðan er í dag þá eru viðbrögðin beinlínis skaðleg þegar eitthvað fer úrskeiðis. Það eina sem vakir fyrr okkur er að koma í veg fyrir að mistök endurtaki sig. Þannig hugsa flest allir sem fyrir mistökum verða og við viljum sjá lækninguna sem felst í áheyrn og samvinnu sem færir þekkingu reynslunnar áfram til næstu kynslóða starfsmanna. Við fylgjumst spennt með framhaldinu.

2,623 views0 comments

Recent Posts

See All

留言


留言功能已關閉。
bottom of page