top of page
Writer's pictureAuðbjörg Reynidóttir

Hvað ef?

Updated: Mar 5, 2023

Það er landsmönnum ljóst að heilbrigðiskerfið er, hefur verið og mun verða áfram í mikilli krísu. Þrátt fyrir fögur loforð og yfirlýsingar,

vinnuhópa, auka fjármagn og ályktanir er ekkert útlit fyrir að það breytist næstu árin jafnvel þótt

alþingiskosningar verði mörgum sinnum.

Starfsmenn segja upp, bugast og sjá það að láta í ljósi áhyggjur virkar ekki heldur. Ætlum við að sætta

okkur við þetta? Neyðumst við til þess? Hvað ef við þurfum þess ekki? Já hvað ef?


Gídeon

Í Biblíunni segir frá manni sem átti í rökræðum við engil Guðs um hversu fáránlegt væri að velja hann sem leiðtoga til að frelsa heila þjóð. Engillinn sagði „Drottinn er með þér, hugrakki hermaður“. Gídeon kannaðist ekki við þessa persónulýsingu á sér og sagði „Ó herra minn“ og taldi upp allt sem gekk illa og hafi mistekist. Hann hafði ekki mikið sjálfstraust, taldi sig sig vera í aumustu ættinni og vera smæstur og aumastur þeirra ættar. Þetta leit ekki vel út fyrir Guði að velja Gídeon sem leiðtoga. Drottinn sneri sér að honum og sagði: „Farðu í þessum styrkleika þínum og frelsaðu Ísrael úr höndum Midíans. Er það ekki ég sem sendi þig?“


veikasti er sá sterkasti

Hvað ef sjúklingar og aðstandendur geta breytt þessu innan frá? Þeir vinna ekki innan kerfisins né ráða fjármagni til stórra verka og eru þeir veikustu í allri keðjunni. En þeir eru í tengslum við kerfið daglega. Hvað ef við þegjum og látum verkin tala. Förum undir yfirborðið og lærum hvernig við getum haft áhrif hvert og eitt á hverjum degi. Látið í okkur heyra um leið og við erum að sækja þjónustu. Lýsum því á kurteislegan hátt hvers við væntum og hvað það er sem við viljum fyrir okkur og fólk framtíðarinnar.

Hugleiddu það smá stund hvað ef? Hvernig sérðu fyrir þér í huganum að heilbrigðiskerfi verði ? Hvað sérðu ef sjúklingum og aðstandendum tekst að búa til gott heilbrigðiskerfi sem virkar jafnt fyrir alla? Ég er lögð af stað, það verður að reyna á þetta. Ef við reynum ekki vitum við ekki hvort það takist .


Nú langar mig að vita hvað sérð þú fyrir þér ef það tekst. Sjáðu það fyrir þér. Værir þú til í að gefa þér 2 mínútur með því að svara 10 einföldum spurningum hér.⁠ Ef þú vilt vita meira um mig áður en þú svarar spurningunum getur þú skoðað myndbandið⁠ og þessa vefsíðu til að fá nánari upplýsingar um mig og hvað ég er að gera.

Recent Posts

See All

Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page