Eftirfarandi er úr I. hluta bókarinnar, 3. kafli: um líf Jóels með myndum:
Jóel var hvorki eins og eldri bróðir hans né flest önnur börn. Vegna fæðingargallans (vatnshöfuðs/með ventli) og næringarvandamála sem upp komu á fyrsta árinu hans, dróst hann verulega aftur úr í þroska. Hann þroskaðist samt engu að síður og vann sína sigra. Hlutirnir gerðust á hans hraða en ekki á hraða læknavísindanna eða á þeim hraða sem almennt er miðað við þegar þroski fólks og geta er metin. Tölfræðin hafði ekkert um þetta að segja. Fagfólk sá hann eingöngu þegar eitthvað bjátaði á og þá jafnframt á verstu stundum hans. Fullyrðingar og greiningar í sjúkraskránni miðast við þau augnablik, ekki við bestu stundir hans. Á myndunum má sjá hvernig hann var, en í sjúkragögnunum er um hann fjallað sem fjölfatlaðan dreng. Það sést líklega illa á myndunum þótt það megi greina ef vel er að gáð. Hér langar mig fyrst og fremst að sýna hver hann var í mínum augum og hvers virði mannslífið er, burtséð frá læknisfræðilegum skilgreiningum. Hann fékk sömu tækifæri og stóri bróðir.
Hver er munurinn í þínum augum á Sindra og Jóel í ungbarnasundi
miðað við þessar myndir?
Kötturinn Nói gerði ekki upp á milli bræðranna eins og sést á myndinni hér að ofan í júní 2000, Jóel er 6–7 mánaða gamall.
Það sést vel að hann heldur illa höfði en reynir þó og sýnir kisu einlægan áhuga eins og önnur börn mundu gera.
Á fyrsta afmælisdaginn fékk hann kórónu í tilefni dagsins, enda stór áfangi eftir allt sem á undan hafði gegnið.
Hér eru þeir bræður skömmu fyrir jólin 2000,
taktu eftir því hvað stóri bróðir passar hann vel og er stoltur af honum.
þú sérð að þeir bræðurnir eiga í miklum samræðum við matarborðið á aðfangadagskvöld árið 2000. Ómetanleg verðmæti.
Á jóladag árið 2000 er tilefni til að standa og spjalla alvarlega við mömmu sína.
Comments