top of page

Hvernig er góð heilbrigðisþjónusta fyrir þig?

Hvað er mikilvægt fyrir þig þegar þú sækir heilbrigðisþjónustu?

Þetta er grundvallar spurning og þú er sá sem metur hvort þjónustan uppfylli gæði og öryggi fyrir þig. Þú þarft ekki spurningalista frá stofnun til að meta hana. Hvað er það sem skiptir þig mestu máli?

Gefðu þér tíma til að hugsa það og velta fyrir þér hvernig þú metur það. Skrifaðu niður punkta. Næst þegar þú þarft að sækja þjónustu þá veistu hvað skiptir máli. Þetta er einnig gott umræðuefni í fjölskyldunni og grunnur að því að fjölskylda þín standi saman þegar einhver þér nákomin þar aðstoð vegna veikinda. Hvað er þá dýrmætara en að eiga fjölskyldu sem stendur með manni?

Hér finnur þú skjal með atriðum sem margir hafa nefnt við mig að skiptir máli.


Vinnublad1, hvernig er god tjonusta
.pdf
Download PDF • 90KB

Þú getur nýtt það til að fá hugmyndir. Þetta er ekki tæmandi listi gerður með vísindalegri könnun heldur eitthvað sem ég hef orðið vör við og nýti sjálf til að meta þjónustuna fyrir mig og mína nánustu.

Við mótum kerfið með því að læra að taka þátt og nýta rétt okkar sem sjúklingar og aðstandendur. Saman mótum við öryggismenninguna í heilbrigðisþjónustunni. Án okkar gerist það ekki.


Sendu þessa slóð á vini og vandmenn sem mundu vilja vera með í Heilsuvarnarliðinu EHF (Ekkert Heilbrigðis Fúsk) https://www.facebook.com/groups/427558039755353/

Comments


Commenting has been turned off.
bottom of page