top of page

Ljósmóðir hlýtur skaða

Þann 30. október 2019 sýndi Kveikur þátt um sögu Málfríðar Þórðardóttur, ljósmóður sem orðin er öryrki eftir smávægilega aðgerð á Sjúkrahúsinu á Akureyri 2018. Í þættinum er rakin löng röð mistaka sem leiddu til heilsutjóns. Úrvinnsla kerfisins á kvörtun hennar er dapurleg og ekki líklegt að niðurstaða fáist í bráð.⁠

Í þættinum er meðal annars rætt um þörfina á að hafa umboðsmann sjúklinga sem tekur álagið af viðkomandi sjúklingi á meðan hann er að ná heilsu á ný. Slík aðstoð er sjálfsögð annars staðar Norðurlöndum en ekki á Íslandi.

Frásögn konunnar sem var starfsmaður sjúkrahússins er dæmigerð í mínum eyrum og hljómar í takt við reynslu mína og margra sem ég nefni í bókinni sem dæmi frá Íslandi. Þannig óttast ég að ekkert hafi breyst eftir andlát Jóels og langt þangað til atvik verði markvisst nýtt til þekkingarauka og betri þjónustu. Á meðan ekki er viðurkennt að þessi atvik hafi átt sér stað breytist ekkert. Þegar sjúklingum er kennt um það sem fer úrskeiðis verður engin breyting.

Öryggismenning er verkefni okkar allra og verður ekki til inni í lokuðum fundarherbergjum eða í skjölum stofnana. Þess vegna læt ég í mér heyra.

871 views0 comments

Recent Posts

See All

コメント


bottom of page