top of page

Nær sér aldrei

Updated: Feb 18, 2020

Á Akureyri býr ungur maður, Arnar Þór, sem var aðeins 11 ára þegar hann varð fjölfatlaður eftir einfalda skurðaðgerð á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri árið 2004. Skaðann hlaut hann af of mikilli verkjalyfjagjöf á gjörgæsludeildinni. Það tók sjö ár að fá niðurstöðu í það mál fyrir dómstólum. Að lokum voru dæmdar hæstu bætur sem dæmdar hafa verið á Íslandi fyrir ófjárhagslegt tjón sakkvæmt 26. grein skaðabótalaga.

Embætti landlæknis fann ekkert sem vert var að tala um sem mistök og forráðamenn spítalann voru á sama máli. Fjölskipaður Héraðsdómur Reykjavíkur komst að annarri niðurstöðu.

Fjallað var um dóminn í Morgunblaðinu 16.10. 2011 en eftir stendur spurningin um hvað brást og hvort ráðstafanir hafi verið gerðar til að verja aðra fyrir sambærilegum atvikum. Önnur stór spurning vaknar um hvers vegna dómstóllinn komst að annarri niðurstöðu en forráðamenn spítalans og Embætti landlæknis. Var rannsókn þeirra ábótavant?

463 views0 comments

Recent Posts

See All

コメント


bottom of page