Árleg ráðstefna um öryggi og gæði í heilbrigðisþjónustu í Noregi var haldin 23.-24. nóvember 2023 á Guardemoen. Þetta var í fjórða sinn sem ég tók þátt en fyrsta sinn rafrænt. Rafrænn aðgangur var einungis mögulegur þegar erindi voru haldin í aðalsal ráðstefnunnar. Hér er stutt samantekt um það sem bar á góma og mér þótti áhugavert.
Fyrri dagurinn var tileinkaður röddum sjúklinga þótt öll ráðstefnan bæri þá yfirskrift.
Björn Guldvog landlæknir opnaði ráðstefnuna með áherslu á þema hennar.
Næstur á svið var Jeffrey Braithwaite prófessor hjá áströlsku nýsköpunarstofnuninni í Sydney. Hann fjallaði mest um áherslur heilbrigðisþjónustunnar í framtíðinni og þær áskoranir sem felast í t.d. loftslagsvá og gervigreind. Skilaboði hans voru samt á þá leið að við verðum ávalt að hafa mannlega þjónustu að leiðarljósi. Jeffrey hefur skrifað þrjár bækur um gæði og öryggi og verður áhugavert að skoða þær.
Þriðja á svið var móðir ungrar stúlku sem hlaut alvarlegan heilaáverka eftir fjórhjólaslys fyrir fjórum árum. Hún lýsti þrautagöngu fjölskyldunnar í gegnum kerfið og þær hindranir sem mættu þeim. Meðal annars var hún útskrifuð úr endurhæfingu sem vonlaust tilfelli. Allt kerfið brást þeim og aðeins einn samhæfingar fundur haldinn á þessum fjórum árum með fjölskyldunni. Móðirin gagnrýndi allt kerfið og endaði á sterkum skilaboðum um leið og stúlkan (19 ára) gekk upp á svið „Aldri si aldri hva Tina kan få til.“ (aldrei að segja aldrei hvað Tina getur gert).
Það var augljóst að hún hafði fengið mun meiri bata en væntingar helbrigðisstarfsmanna höfðu gert ráð fyrir. Sterkur boðskapur og þar sem ég þekki sambærilegt dæmi á Íslandi hafði þetta sterk áhrif á mig. Sá hinn sami (náin vinur) er einmitt á sömu vegferð og Tina og komin miklu lengra en læknisfræðin getur útskýrt. Það á samt ekki að draga úr þjónustu við fólk þótt fræðin segi það sóun á tíma og fjármunum. Við erum manneskjur og eigum hvert og eitt okkar möguleika sama hvað á gengur. Kerfið er til fyrir okkur en ekki við fyrir kerfið.
Næst voru umræður um þetta mál í 30 mínútur. Það krufið með viðtölum við forsvarsmenn stofnana sem að málum Tinu komu og þau spurð um hvaða breytingar hafa verið gerðar eftir þetta mál. Móðirin var einnig spurð um lærdóminn og um 2.000 manns á ráðstefnunni gátu lært af þessari sögu. Allur Noregur þekkir nú málið og lærir af. Getur Ísland lært af þessu líka?
Eftir hlé voru átta stutt erindi frá mismunandi aldurshópum. Þar á meðal tveir unglingar sem lýstu viðhorfum sínum og aðgengi að heilbrigðisþjónustunni. Unglingar hafa aðrar þarfir en eldra fólk en engu að síður mikilvægur hlekkur.
Í lokin kom fram Christine Koht sem flutti bráðskemmtilegt uppistand um hvernig á að hlusta.
Hún er þekktur norskur kynnir og uppistandari frá Asker. Hún er þekkt fyrir framkomu sína í nokkrum sjónvarpsþáttum og opinbera baráttu sína gegn krabbameini síðan 2019. Árið 2022 gaf hún út bókina Dødsfrisk sem fjallar um að hafa upplifað og lifað af mjög alvarleg veikindi.
Hún talaði um upplifun sína sem sjúklingur og upplifun sína af því að fá og ekki fá áheyrn í veikindum sínum. Á sjúkrahúsinu stofnaði hún Team Koht, sem samanstóð af öllum aðstoðarmönnum hennar. Hvernig þeir tóku þeir þátt í þjónustu við hana.
Á sinn einstaka hátt útskýrir hún hvernig innsýn og upplifun sjúklinga, notenda og aðstandenda er algjörlega nauðsynleg til að geta bæði boðið og þróað örugga og góða þjónustu. Og ekki síst um hvernig á að lifa lífinu, jafnvel þótt þú glímir við alvarlega veikindi!
Seinni dagurinn var tileinkaður nýjungum
heilbrigðisþjónustu. Mikil áhersla er lögð á að nýjungar nýtist sem tími fyrir sjúklinga og mannleg þjónusta í hávegum höfð þrátt fyrir tækni. Sérstaklega er hugað að þeim sem eiga erfitt með að tileinka sér tæknina í þjónustu og veita þeim stuðning í því ferli. Sama áhersla og fyrri daginn að nýta viðhorf sjúklinga í þróun og umbótum.
Góðir dagar og góð umfjöllun út frá sjónarmiði sjúklinga og aðstandenda sem eru miðpunktur alls í þjónustunni.
Comments