top of page

Um mig

Þessi vefsíða var sett upp í tengslum við útgáfu bókar sem bar vinnuheitið Stærri en banvæn mistök. Við útgáfu á prenti fékk hún titilinn Banvæn mistök í íslenska heilbrigðiskerfinu - hvernig lifir móðir af slíkan missi. Bókin fjallar um líf og dauða yngir sonar míns Jóels, sem lést eftir vítavert gáleysi starfsmanna (röð atvika) á barnaspítala Hringsins í febrúar 2001. Bókin fjallar einnig um hvernig mér tókst að lifa af þá martröð en ekki síst um innsýn mína í hvernig viðbrögð kerfið sýnir þegar kvartað er undan slakri meðferð í heilbrigðisþjónustunni. Bókin á erindi til allra og sérstaklega þeirra sem stunda heilbrigðisvísindi.

​

Á síðunni er möguleiki á að panta ráðgjöf eða markþjálfun og finna ýmsan fróðleik um öryggi sjúklinga. Stefnt er að því að setja upp vefnámskeið í þessum efnum þegar fram líða stundir.  

 

Nám og störf

Ég er fædd árið 1961 í Vestmannaeyjum. Lauk námi í hjúkrun 1986, Bsc gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands árið 2002, MBA gráðu árið 2004 frá sama skóla og 12 einingum á meistarastigi í gæðastjórnun í Endurmenntun Háskóla Íslands árið 2006. Markþjálfun hjá Evolvia 2012 og framhaldsnám í þeim fræðum árið 2013 -2014. 

Ég hef unnið lengst af við hjúkrun frá árinu 1986. Á bráðadeildum, í öldrunarþjónustunni og heilsugæslu. Í starfi mínu 2007 - 2014 hjá TM Software vann ég við þjónustu og þróun sjúkraskrárkerfisins Saga. Síðustu árin hef ég unnið við afleysingar á ýmsum stöðum í Noregi auk sjálfstæðra verkefna við verkefnastjórnun, heilsueflingu og markþjálfun.

 

Þessi síða er sett upp með dyggum stuðningi og leiðsögn eldri sonar míns Sindra Gauts. Í minningu um Jóel Gaut.

Ganga í Kerlingafjöllum
bottom of page