Do No Harm: Stories of Life, Death, and Brain Surgery - Henry Marsh

Updated: Jan 29, 2020


Marsh býður okkur að sjá inn í líf og starf nútíma heila- og taugaskurðlæknis. Þessi metsöluhöfundur dregur okkur inn í óteljandi, ógleymanlegar, mannlegar leikmyndir á annasömu sjúkrahúsi þar sem sársaukafullar ákvarðanir þarf að taka í neyð og óvissu. Lifandi frásögn hans dregur mann inn í aðstæður og tilfinningar sem vekur skilning á aðstæðum sjúklinga og starfsmanna. Bókin fæst á Amazon. Hann segir einlæglega frá eigin mistökum, mistökum kollega sinna og hvernig horfst er í augu við þau. Hann segir frá freistingunni að velja auðveldu leiðina, horfast ekki í augu við sjúklinginn eftir mistökin. Einnig lýsir hann hvernig sjálfstraustið eykst þegar vel tekst til við hættulegar aðgerðir. Þegar meistaraverkin verða til og stundum alveg óvart.

Marsh verður aðal fyrirlesarinn á næstu ráðstefnu um öryggi sjúklinga í Noregi, haustið 2020.

7 views0 comments

Recent Posts

See All