Sagan spannar 20 ára tímabil en dagbækur og sjúkraskrá er notuð henni til staðfestingar. Sjúkraskráin inniheldur miklu meira en texta. Ég dreg fram lærdóm af henni bæði fyrir sjúklinga og heilbrigðisstarfsmenn um hvernig við skráum og lesum sjúkraskrá.

 

Kennslubók um öryggi sjúklinga

Í bókinni eru tekin mörg dæmi um hvað getur farið úrskeiðis og hvað sjúklingar, aðstandendur og starfsmenn geta gert til að bæta hæfni sína í öryggi sjúklinga. Sérstök áhersla er á skráningu í sjúkraskrá og hvað skiptir máli í þeim efnum. Geta sjúklingar sjálfir haft áhrif á það hvað stendur í sjúkraskránni þeirra?

Bókin er mikilvægt innlegg til allar nemenda og starfsmanna sem vilja bæta sig í starfi og sýna að þeim er alvara með að tryggja öryggi sjúklinga og þar með sitt eigið öryggi í leiðinni.

 

Skilaboð  bókarinnar

Við höfum vald til að stjórna okkar viðbrögðum við því sem gerist og risið upp á ný þótt það taki ef til vill langan tíma. Við verðum að verða stærri en alvarlegir atburðir til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. það á bæði við þolendur og fagfólk. Við þurfum að gefa skýr skilaboð um það sem skiptir okkur máli til framtíðar, gera kröfur um aðgerðir til að koma í veg fyrir að atvik endurtaki sig og skaði þar með fleiri að óþörfu. Stóru skilaboðin eru að horfast í augu við þessi erfiðu mál í þeim tilgangi að færa framtíðinni þekkingu sem bjargar öðrum. 

Mörður Árnason var ráðgjafi um málfar og stíl en prófarkalestri lýkur í september 2020 og þá verður formlegur útgáfudagur ákveðin. Fylgist með fréttum þegar nær dregur. Hér á eftir má lesa stutta búta úr bókinni eins og hún er í júlí 2020.

 

“If you can´t fly then run, if you can´t run then walk, if you can´t walk then crawl, but whatever you do you have to keep moving forward.” (Martin Luther King Jr.)

Hafa samband

© 2023 by Personal Life Coach. Proudly created with Wix.com

  • Facebook
Fylgjast með á facebook