top of page

Ef við umberum þetta verða börnin okkar næst

Þetta er áskorun til þín um að kynna þér það sem stjórnvöld eru með í undirbúningi er varðar öryggi og gæði í heilbrigðisþjónustu.

Í stuttu máli er verið að undirbúa skerðingu á réttindum sjúklinga þegar alvarleg atvik eiga sér stað og lesa má um á samráðsgátt stjórnvalda. Tillaga starfshóps að breytingu á lögum, birt 25.7. 2022. Sams konar tillögur voru lagðar fram af öðrum starfshópi í desember 2020, í lengri texta en þá komu einungis sjö umsagnir fram á samráðsgáttinni. Ég hvet þig til að lesa það. Nú er ljóst að ekkert tillit á að taka til þeirra umsagna í þessum nýju tillögum og ef þær verða að veruleika má búast við talsverðri skerðingu á réttindum sjúklinga. Svo ég taki dæmi úr nýja plagginu þá stendur þar orðrétt:


Einnig er til athugunar hvort rétt sé að breyta lögum á þann veg að rannsókn óvæntra atvika fari fyrst og fremst fram hjá embætti landlæknis en ekki samtímis hjá lögreglu. Embætti landlæknis geti hins vegar kært mál til lögreglu þegar grunur er um stórkostlegt gáleysi eða ásetning. Eftir sem áður gæti lögregla, þegar tilefni er til, tryggt rannsóknarhagsmuni í upphafi máls, s.s. með haldlagningu gagna eða skýrslutökum.


Að mínu mati getur Embætti landlæknis aldrei orðið hlutlaus aðili og heilbrigðisstofnanir eiga alls ekki að meta það sjálfar hvort tryggja þurfi sönnunargögn eða ekki. Það bendir til þess að réttur sjúklinga sé lítils metinn í þessum áformum.

Það skipir máli að þú tjáir þig og látir í þér heyra því flest okkar eru notendur heilbrigðis- þjónustunnar og viljum gera það enn betra alveg eins og starfsmenn þess. Nú þegar eru komnar nokkrar umsagnir á samráðsgáttina og hvet þig til að bæta við.

Rétt er að nefna að enginn fulltrúi sjúklinga hefur átt sæti í þeim starfshópum sem hafa unnið að þessum málum og rödd þeirra ekki að finna í skýrslunni sem allt snýst um frá 2015. Höfum skoðun fyrir börnin okkar og látum hana heyrast. Nýtum okkur lýðræðið á meðan það er enn í gildi.

1,118 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page