top of page
Writer's pictureAuðbjörg Reynidóttir

Wall of Silence.

Updated: Mar 9, 2023

The Untold Story of Medical Mistakes That Kill and Injure Millions of Americans.

Höfundar bókarinnar, Rosemary Gibson og Janardan Prasad Singh taka saman reynslusögur um alvarleg atvik í Bandaríkjunum. Þau lýsa öryggis-menningunni þar sem einkennist af þöggun heilbrigðisstarfsfólks og stjórnenda til að fela mistökin. Í bókinni eru tekin raunveruleg dæmi um andlát og heilsutap fólks vegna aðgerða eða aðgerðaleysis fagfólks á heilbrigðis-stofnunum.Hún tekur einnig jákvæð og lærdómsrík dæmi um heiðarleika og gagnsæi í viðbrögðum eftir alvarleg atvik. Atvik þar sem aðstandendur ásökuðu sjálfa sig fyrir að valda andláti sinna nánustu. Léttinn sem fólk upplifir við að heyra sannleikann er gott að lesa um. Þetta er innihaldsmikil bók sem gott er að læra af. Við þurfum ekki að endurtaka þessi mistök.

Algengustu dæmin eiga það sameignlegt að læknar og hjúkrunarfræðingar gerðu ráð fyrir að sjúkdómseinkennin væru ekki alvarleg og gerðu lítið úr áhyggjum sjúklings eða aðstandenda. Bókin kom út árið 2003 og á við hvar sem er og hvenær sem er. Hún er fáanleg á Amazon.

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page