Blogg

Síðasti bjargvætturinn bregst

Bastían læknir veitir drengnum mínum ekki þá athygli sem ég vænti. Hann á að sjá strax, án þess að gera rannsókn að drengurinn er í lífshættulegu ástandi. Ekki er nokkur leið að vekja Jóel. Ég ætti kannski að prófa að hringja í 112? 

Þessi læknir er kuldalegur og eins og útbrunninn. Hann er í nánu sambandi við skjáinn sinn eins og Tetris hjúkrunarfræðingurinn. Þetta samband hans við skjáinn er þó á faglegri nótum en engu að síður kemur það í veg fyrir að hann taki eftir ástandi drengsins. Er þetta kannski það sem átt er við þegar sagt er ,,Computer says NO “. Það er óhuggulega sárt. 

Menn sem eiga ljón

Hvað skyldi fógetinn segja við þessu? Þar sem þeir eru frændur mundi sennilega ekkert gerast ef ég kæri málið til lögreglu. Eins og í Kardimommubænum mundi fógetinn segja:

,,Heyrðu nú pylsugerðarmaður. Hefur þú einhvertíma tekið fasta menn sem eiga ljón?“

Pylsugerðamaðurinn neitaði því auðvitað skilningsríkur og það geri ég líka. Maður virðir þá sem eiga ljón. Hefur hæg um sig og sýnir skilning þegar ekki er hægt að gera eitthvað strax. 

Contact

© 2023 by Personal Life Coach. Proudly created with Wix.com

  • Facebook
Fylgjast með á facebook