Ummæli um bókina

„Ef ég hefði verið búin að lesa bókina þína á þessum degi hefði höggið ekki orðið eins mikið...því það hefur fært mér ákveðna ró til dæmis að lesa um mistök, hve erfitt sé að viðurkenna mistök og erfiðara þegar fram líða stundir því þá þarftu að útskýra af hverju þú komst ekki hreint og beint fram strax í byrjun til að þjáningar þess sem á í hlut yrðu ekki eins miklar.“

„… og að hún verði skyldulesning í til dæmis siðfræði í hjúkrunarnáminu og læknanáminu. Og í öllum heilbrigðisstéttum þar sem mistök geta átt sér stað, sem er jú ÞÁ ÖLL SÚ ÞJÓNUSTA SEM TIL ER.“

„Þegar ég les mjög áhugaverðar bækur langar mig oft að punkta hjá mér þær setningar sem hreyfa við mér. Ég lenti í miklum vandræðum með þína bók því hún var heil stappa af setningum sem hreyfðu við mér, ég punktaði og punktaði og svo inn á milli reyndi ég að sleppa því og bara lesa. Það var erfitt því hver einasta setning hitti mig í hjartastað!“

„Þú nærð að draga fram svo vel að þetta er ekki HATURSSTRÍÐ, þín barátta, heldur þörfin fyrir að gefa lífi og dauða Jóels þíns gildi. Það er svo fallegt.“

                      

     Bergþóra Guðnadóttir 15. júlí 2020

Blogg

Hafa samband

© 2023 by Personal Life Coach. Proudly created with Wix.com

  • Facebook
Fylgjast með á facebook