Ummæli frá Lesendum

„Ef ég hefði verið búin að lesa bókina þína á þessum degi hefði höggið ekki orðið eins mikið...því það hefur fært mér ákveðna ró til dæmis að lesa um mistök, hve erfitt sé að viðurkenna mistök og erfiðara þegar fram líða stundir því þá þarftu að útskýra af hverju þú komst ekki hreint og beint fram strax í byrjun til að þjáningar þess sem á í hlut yrðu ekki eins miklar.“

… og að hún verði skyldulesning í til dæmis siðfræði í hjúkrunarnáminu og læknanáminu. Og í öllum heilbrigðisstéttum þar sem mistök geta átt sér stað, sem er jú ÞÁ ÖLL SÚ ÞJÓNUSTA SEM TIL ER.

Þú nærð að draga fram svo vel að þetta er ekki HATURSSTRÍÐ, þín barátta, heldur þörfin fyrir að gefa lífi og dauða Jóels þíns gildi. Það er svo fallegt.“

                      

Bergþóra Guðnadóttir 15. júlí 2020

             

                                              ***

"Ég var að ljúka við lestur hinnar frábæru bókar þinnar. Þetta var oft átakanlegt frásögn en það er einnig fegurð í ástinni sem skín gegnum skrifin og leiðir af sér hugrekki og baráttuþrek. Útgáfa bókarinnar var þarft verk og það mun án nokkurs vafa skila sér öðrum til heilla.“

Árni H. Kristjánsson 7. janúar 2021

                                              ***

Bókin er átakanleg lýsing á vanrækslu, skorti á hlustun, þöggun, sorg, valdamisræmi fólks gagnvart kerfinu og alvarlegum afleiðingum þess fyrir fólk sem verður fyrir tjóni vegna mistaka/brota í kerfunum okkar, sem er jú ætlað að tryggja velferð okkar og öryggi.

Bók Auðbjargar er mikilvæg lesning og ætti að vera skyldulesning allra sem sinna opinberri þjónustu og stjórnsýslu. M.a. ætti að kenna hana í læknadeild, lagadeildunum, ráðherraskólanum og dómaraskólanum, ef hann væri til.

Auðbjörg á heiður skilinn fyrir þessa bók þar sem hún af miklu hugrekki og einlægni bæði gefur okkur eigin sögu en líka rannsóknir og upplýsingar hvernig betur má standa að málum sem þessum eins og m.a. gert er í Noregi og gerir grein fyrir. Með þessari bók gefur Auðbjörg okkur og samfélagi okkar mikilvæga gagnrýni sem vert er að hlusta á og læra af.

​Áslaug Björgvinsdóttir 3. júlí 2021 

Hlusta á upplestur úr bók 

Örnámskeið byggð á bók 

banvaen_mistok_kapa_19nov.png

Blogg