top of page

Hvar og hvernig verður góð og örugg heilbrigðisþjónustu til?

Updated: Apr 23

Hún verður til í samstarfi milli sjúklings og starfsmanns þegar þjónustan er veitt. Góð og örugg þjónusta verður ekki til inni á fundarherbergjum stjórnenda og embættismanna.


Heilbrigðisþjónusta er persónuleg og verður til á því augnabliki sem hún er veitt. Þar liggur sköpunarkraftur og list heilbrigðisstarfsmanna. Að hlusta og taka eftir því sem er sagt og ekki sagt. Meta það í ljósi þeirrar fræðigreinar sem viðkomandi býr yfir og kunna að draga aðrar fagstéttir inn í þarfir sjúklingsins. En fær sjúklingur ráðrúm til þannig tjáningar í samskiptum sínum við heilbrigðisstarfsmenn? Við sitjum uppi með kerfi þar sem sjúklingar eiga erfitt með að fá tíma hjá lækni og fá þá svo stutt viðtal að það er ekki tími til að tengja né að finna lausnir sem henta sjúklingnum. Á bráðamóttöku snýst allt um útskrift. Valdið er tekið af sjúklingum í hraðanum og starfsmenn orðnir stjórnendur í lífi fólks. Hraðinn skapar hættu á mistökum og sérstaklega á að þau endurtaki sig aftur og aftur. Fúskið veður þá menningin.


Til þess að sjúklingar og aðstandendur geti tekið þátt í að móta góða og örugga þjónustu verða þeir að fá tíma, hvatningu og stuðning til að nýta sér þann rétt sem þau eiga, rétt sem bundin er í lögum og stjórnarskrá.


Við erum komin langt út fyrir kjarna heilbrigðisþjónustunnar og verðum að leiðrétta það með því að læra að taka þátt í að móta góða og örugga þjónustu. Við sem notendur eigum að staldra við og taka vald okkar til baka. Við verðum að stíga á bremsuna, hægja á kerfinu þegar við erum að fá þjónustu. Tími okkar er dýrmætur og nýtum hann vel fyrir heilsu og velferð okkar. Það er tilgangur heilbrigðiskerfisins.

Vísindi og þróun er ekki á ábyrgð sjúklinga og á ekki að vera kjarni þjónustunnar. Menntun starfsmanna og fjármögnun kerfisins er heldur ekki á ábyrgð sjúklinga. Þras um það í fjölmiðlaumfjöllun dregur athygli okkar frá því sem skiptir máli.


Tökum valdið til okkar og snúum okkur að því sem skiptir máli. Sæktu um þátttöku í heilsuvarnarliðinu EHF  (Ekkert Heibrigðis Fúsk) og byggjum betri heilbrigðisþjónustu fyrir landsmenn. Smelltu á myndina til að sjá hópinn og gerast meðlimur.

Recent Posts

See All
bottom of page