top of page

Hæstiréttur á síðast orðið

Updated: Jan 28, 2020

Ástríður Pálsdóttir missti eiginmann sinn Pál Hersteinsson óvænt árið 2011. Landspítalinn og Embætti landlæknis hafnaði öllum hugmyndum um að mistök hafi átt sér stað en dómkvaddir matsmenn Hæstaréttar komust að þeirri niðurstöðu, 2018, að vítavert gáleysi hafi valdið dauða Páls. Hvorki spítalinn né landlæknir hafa tjá sig um dóminn.


Ástæðan fyrir því að við fáum að vita hvaða áhrif þessi dómur hafði á meðferð þessa máls er að ekkjan heldur úti vefsíðu um öryggi sjúklinga þar sem þetta mál er reifað ítarleg a. Við njótum góðs af því sem EL ætti í raun að sinna. Svona verðum við að rjúfa þöggunina. Hetjulegri framgöngu Ástríðar má þakka að landlæknir tók ábendingum dómsins og viðurkennir ranga niðurstöðu sína. Fyrstu merki um að lærdómur muni kannski verða dregin af málinu kom fram í nóvember 2018 og er lýst á vefsíðu Ástríðar.⁠ Þar má einnig finna gagnlegar leiðbeiningar til aðstandenda eftir andlát á LSH.

Ástríður skrifar eftir alla baráttuna: "Bæturnar komu sér vel en þær voru aukaatriði miðað við að vinna málið og fá viðurkenningu á því að andlát Páls var vegna vanrækslu. Vonandi hefur líka einhver lært eitthvað af málinu svo annarra sjúklinga bíði ekki sömu örlög."




2 Vefsíða Ástríðar Pálsdóttur, smella á myndina af Páli


139 views0 comments

Recent Posts

See All
bottom of page