top of page

Menningin á bráðasjúkrahúsi

Pistill með örnámskeiði

Í þessum pistli ætla ég að gefa þér innsýn í heim sjúkrahúsa. Líkt og fyrsta myndbandið um ábyrga lækninn og ábyrga hjúkrunarfræðinginn þá gildir þetta um flest öll sjúkrahús. Þó er munur á almennum sjúkrahúsum og bráðasjúkrahúsum. Þessi pistill á sérstaklega við um bráðasjúkrahús. Þar er ekki bara bráðamóttaka heldur einnig gjörgæsludeild og vinnuferlar á öðrum deildum taka mið af því. Ég nota LSH sem dæmi því það stendur flestum íslendingum næst og þeir sem leggjast þar inn ættu að nota tækifærið og taka þátt í að móta öryggismenninguna. Það er markmið mitt að efla sjúklinga og aðstandendur til þess einmitt að taka þátt í að móta hana. Öryggið verður ekki til með fundarhöldum með stjórnendum og embættismönnum. Hvernig förum við að því að efla öryggismenningu á sjúkrahúsum?

Veistu þú hvað þarf að gera, hvernig er hægt að gera það og af hverju þurfa sjúklingar og aðstandendur að vera virkir í þáttakendur?

Heima hringjum við í 112 ef við veikjumst skyndilega. Það vita allir og er stór hluti af öryggi almennings. Bráðatilvik getur líka átt sér stað inni á sjúkrahúsi. Hvað gerum við þá? Er hægt að hringja í 112 þegar maður er inni á sjúkrahúsi?

Hvernig virkar sjúkrahúsheimurinn við þær aðstæður?


Tökum dæmi um tungumálið hjá LSH

Lífsmörk eru mæld hjá öllum súkling⁠um og þeir fá stig eftir niðurstöðu mælinganna sem flokkaðar þá í þrjá flokka:


🔴 Rauður 7 stig eða meira, aukin tíðni mælinga á 15 - 30 mín fresti.

🟡 Gulur 4-6 stig, aukin tíðni mælinga á 30 mín - 2ja tíma fresti.

🟢 Grænn 0-3 stig, tíðni mælinga a.m.k. 12 tíma fresti.


Þessi kvarði kallast NEWS

og stendur fyrir: National Erly Warning Score

Hann er notaður í þeim tilgangi að koma snemma auga á þá sjúklinga sem fylgjast þarf náið með og grípa inn í áður en alvarlegri veikindi koma upp. Með þessu fæst einnig góð yfirsýn yfir deildina því allir sjúklingar hennar fá tölugildi og litakóða sem allir starfsmenn eru meðvitaðir um.

Það fer eftir því á hvaða stigi sjúklingurinn er hversu oft hann er mældur, hversu ítarlega þarf að fylgjast með honum í framhaldinu eftir innlögn.


Frá því árið 2017 notast LSH við NEWS stigakerfið sem eru 7 mæligildi:

  1. Hiti.

  2. Púls.

  3. Blóðþrýstingur.

  4. Öndunartíðni.

  5. Súrefnismettun (SaO2).

  6. Súrefnisgjöf í % og lítrum.

  7. Meðvitund (AVPU).

Í vissum tilfellum er kallað eftir ýtarlegri mælingum svo sem að meta verki á kvarðanum 1-10 og margt fleira sem hægt er að mæla til að meta ástand. Allar mælingar skal skrá í sjúkraskránna. Aðal atriðið er að greina hvort ástandið fer versnandi eða batnandi. Þess vegna er mikilvægt að skrifa niður í dagbók t.d. þegar mælingar eru teknar og hverjar niðurstöðurnar eru. Ef sjúklingur á erfitt með að fylgjast með og skrá niður er alveg í lagi að biðja um útprentun t.d. einu sinni á sólarhring eða þegar honum hentar. Sjúklingur á rétt á þessu. Stundum gott að hafa þetta yfirlit þegar rætt er við aðstandendur. Gott að geta sagt þeim að hitinn sé að lækka, blóðþrýstingurinn að lagast og svo fv. eða til lýsa áhyggjum sínum við aðstandendur sem geta þá sett sig í samband við teymi sjúklingsins.


Þeir sem fá 0 stig eru mældir daglega og þá er alltaf tækifæri fyrir sjúklinginn að fá upplýsingar á þeim grundvelli.

Þú getur spurt:

  • Hvað hef ég mörg stig í dag?

  • Er ég rauður, gulur eða grænn?

  • Hve mörg voru stigin í gær, fyrradag...

  • Og spurt sjálfan þig hvort þú sést sammála tölunum þ.e. að þær séu batnandi eða versnandi?

GÁT

GÁT stendur fyrir Gjörgæsluálit og er mat á veikindum sjúklings með inngripi án tafar.

SBS (Stigun Bráðvekra Sjúklinga) var áður notað til þess að taka stöðuna áður en kallað var eftir GÁT. Nú er NEWS tekið við og þá er stöðugt eftirlit með öllum sjúklingum. Og þar með meira öryggi ef sjúklingurinn tekur þátt í því.

Kalla má eftir GÁT aðstoð ef NEWS stig eru 7 eða fleiri og það þýðir að sérhæfður hjúkrunarfræðingur og læknir kemur til sjúklings og gerir enn fleiri mælingar áður en viðeigandi ráðstafanir og meðferð hefst við bráðum vanda. Athugið að ef sjúklingur er á rauðu stigi er ítarlega fylgst með lífsmörkum. Ef ástand er viðvarandi eru talsverðar líkur á að hann verði fluttur um deild þar sem hægt er að hafa betra eftirlit og veita sérhæfðari meðferð. Þá þarf að huga að upplýsa um nýjan ábyrgan lækni og ábyrgan hjúkrunarfræðing. Ekki gleyma að kalla eftir þeim upplýsingum.

Ef um öndunar- eða hjartastopp er að ræða er hringt í innanhúss númer 9999 og þá kemur neyðarteymið.


SBAR

SBAR⁠ er samskiptatækni fagmanna til þess að skiptast á upplýsingar í rökréttri röð. Skila tilfinningu - áhyggjum milli starfsmanna bæði í beinum samskiptum og í sjúkraskrá.

Hvernig geta sjúklingar nýtt sér þessa tækni í samskiptum við starfsmenn?

S - Staðan (Situation)

B - Bakgrunnur (Background) - saga staðreyndi um það sem er að hefur verið að gerast.

A - Athuganir (Assessment) - það sem er búið að gera

R - Ráðlegging (Recommendation) - hvað er ég að hugsa, hvað vil ég að sé gert.


Ég mun fjalla nánar um þetta þegar kemur að umfjöllun um sjúkraskrána og hvet þig til að byrja strax að kynnast henni. Taktu eftir því í þinni sjúkraskrá hvernig upplýsingarnar eru settar saman. Vertu skýr á hvað er að og hvað þú vilt að sé gert þegar þú átt samskipti við starfsmenn.


Af hverju að þekkja þessa menningu?

Í kynningarmyndböndum á vef LSH segja stjórnendur um ástæðuna fyrir innleiðingu, NEWS, GÁT og SBAR:

  • Sjáum í erlendum rannsóknum að rekja má mörg alvarleg atvik að hluta til til samskiptavanda eða skorts á upplýsingum.

  • Ómarkviss mæling lífsmarka er alþjóðlegt vandamál.

  • Við skoðun stjórnenda sjá þeir að það er hægt að yfirfæra þetta yfir á vinnu á LSH.

Það sem ekki er sagt hrópar stundum hærra en það sem er sagt sérstaklega fyrir þá sem þekkja til og hafa sára reynslu af alvarlegum atvikum.

Það vakti athygli mína að í myndböndunum um SBAR og Stigun lýsa stjórnendur því að innleiðingin sé hluti af öryggisvegferðinni sem spítalinn er á. Aftur á móti er vísað í alþjóðleg vandamál eða erlendar rannsóknir um að þetta sé vandamál. Ekkert er getið um að alvarleg atvik sem hafi leitt til andláta á spítalanum sem gefur ástæðu til að innleiða þessi kerfi. Eftir innleiðingu þessara verkferla hafa engu að síður orðið alvarleg atvik sem rekja má til að innleiðing hafi ekki tekist sem skildi.

Frá því 2007 var notast við SBS (Stigun bráðveikra sjúklinga) þar til NEWS var tekið upp 2017 en GÁT kerfið var einnig innleitt 2007. Samkvæmt heimildum mínum var SBAR innleitt á LSH 2012-2013.


Rétt að taka fram að ofangreindar upplýsingar eru teknar frá vefsetri LSH en eru dagsettar í janúar 2017. Þær eru hluti af fræðsluefni fyrir læknakandídata en myndband er einnig hluti pistli forstjóra þann 13. janúar sama ár. Ef til vill eru þessar upplýsingar hluti af viðbrögðunum við andlátinu 2014. En þess er ekki getið í myndbandinu heldur virðast stjórnendur fyrst og fremst vera að bregðast við rannsóknum og atvikum erlendis frá. Ég leifi mér að efast um að aðstandendur hafi fengið upplýsingar um að tengsl séu þarna á milli.

Samkvæmt heimildum mínum hafa að minnsta kosti þrír látist á síðustu árum þar sem framangreindir verkferlar brugðust. Þess vegna þurfa sjúklingar og aðstandendur að láta betur í sér heyra. Ég þekki til þessara mála og hef heimildi fyrir því að þau má rekja til þess að framangreindir verkferlar brugðust, þú getur skoðað málin ef þú vilt vita meira. Þau sem létust hétu:

Eflaust væri hægt að nefna fleiri nöfn en þrír er meira en nóg og ætti að heiðra minningu þeirra með því að upplýsa um aðgerðir til að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig.

Mér vitanlega hefur enginn aðstandenda þessa fólks fengið upplýsingar um til hvaða aðgerða hefur verið gripið til að koma í veg fyrir að það endurtaki sig. Eru þetta allar aðgerðirnar sem eiga að tryggja öryggi sjúklinga? Hafa allir starfsmenn tileinkað sér þessa tækni og er hún notuð dags daglega? Ert þú viss um það?

Ég tel því nauðsynlegt að sjúklingar og aðstandendur viti um þetta tungumál og þessar aðferðir til að geta minnt starfsmenn á og krefja þá um svör og yfirsýn sem ekki má fara úrskeiðis.


Sannleikurinn er sagna bestur

Ég held að heiðarleiki og hreinskilni sé árangursríkari á öryggisvegferðinni en að klóra yfir sannleikann með því að vísa í vandamálin hjá öðrum þótt það eigi við allan heiminn. Það hafa alt of margir látið lífið vegna ómarkvissra viðbragða á Landspítalanum og þess vegna verðum við að bæta okkur. Það má líka láta aðstandendur vita að allir starfsmenn taki þetta alvarlega og gefa þannig lækningunni tækifæri en hún felst fyrst og fremst í að fá upplýsingar um hvaða aðgerðir eiga að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig.

Starfsmenn tengja betur við sannleikann og gefur þeim ríkari ástæðu til að leggja sig fram en að leysa vandamál erlendis. Fjarlægð við vandann hjálpar ekki. Sjúklingar þurfa einnig að gera sér grein fyrir því hvaða hætta fylgir því að liggja á sjúkrahúsi. Það munu fleiri láta lífið ef öryggisvegferðin er ekki markviss og farin í fullri alvöru. Það verður að eiga sér stað samtal milli þeirra sem hafa orðið fyrir skaða og þeirra sem vinna við að tryggja öryggi þeirra. Fólk verður að heyra og finna sannleikann í starfi sínu dags daglega. Sjúklingar og aðstandendur þurfa að fá áheyrn þótt það sé erfitt að veita hana. Hugrekkið er lausnin ekki fjarlægðin.


Hafðu áhrif!

Við vitum að við erum misjafnlega vel upplögð í vinnunni og það gildir líka um heilbrigðisstarfsmenn þá er alveg óhætt að hnippa í þá til að vekja þá til athygli því þeir eru þarna fyrir þig en ekki þú fyrir þá. Þeir þurfa stundum á því að halda.


Láttu þína aðstandendur vita hvernig málin ganga og fáðu hjálp frá þeim ef þarf. Stundum þarf að beita sér til að ná athygli og það er alveg í lagi að nýta sér hjálp.


Það er í lagi að spyrja um:

  • mælingar og biðja oftar en um þær en verklag segir til um.

  • útprentun úr sjúkraskránni yfir mælingar eða skrifa hjá þér hverjar niðurstöður eru og hverjar breytingarnar hafa verið.

  • hvenær verður mælt næst.

  • hvort ástæða sé til að kalla á annan hjúkrunarfræðing til enn nánari mælingar og annað mat. Betur sjá augu en auga.

Treystum en sannreynum að allt sé eins og það á að vera.

bottom of page